Tvær vikur í undirbúning 8. febrúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira