Verðbólga yfir efri þolmörk 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólga síðustu tólf mánuði er nú komin vel yfir fjögur prósent, og þar með yfir efri þolmörk sem Seðlabankinn setti sér um verðbólgu. Bankanum ber því að gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni og væntanlegum aðgerðum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar og um 4,5 prósent síðustu tólf mánuði. Stöðugur stígandi á húsnæðisverði veldur þessu að mestu því ef það væri ekki reiknað inn í neysluverðsvísitöluna hefði hún til dæmis verið undir núllinu núna og þá orðið verðhjöðnun sem er andhverfa verðbólgu. Ef litið er á þróun vísitölunnar án húsnæðisverðs þrjá mánuði aftur í tímann væri verðbólgan ekki nema rétt rúm þrjú prósent síðastliðna 12 mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001 segir að bankanum beri að senda ríkisstjórninni greinargerð ef verðbólgan fari yfir fjögur prósent þar sem raktar séu ástæður þess og skýrt frá hvernig Seðlabankinn ætli að bregðast við og hversu langan tíma það taki. Samkvæmt þessum nýju tölum Hagstofunnar blasir það nú við bankanum að greina ríkisstjórninni frá stöðu mála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði er nú komin vel yfir fjögur prósent, og þar með yfir efri þolmörk sem Seðlabankinn setti sér um verðbólgu. Bankanum ber því að gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni og væntanlegum aðgerðum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar og um 4,5 prósent síðustu tólf mánuði. Stöðugur stígandi á húsnæðisverði veldur þessu að mestu því ef það væri ekki reiknað inn í neysluverðsvísitöluna hefði hún til dæmis verið undir núllinu núna og þá orðið verðhjöðnun sem er andhverfa verðbólgu. Ef litið er á þróun vísitölunnar án húsnæðisverðs þrjá mánuði aftur í tímann væri verðbólgan ekki nema rétt rúm þrjú prósent síðastliðna 12 mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001 segir að bankanum beri að senda ríkisstjórninni greinargerð ef verðbólgan fari yfir fjögur prósent þar sem raktar séu ástæður þess og skýrt frá hvernig Seðlabankinn ætli að bregðast við og hversu langan tíma það taki. Samkvæmt þessum nýju tölum Hagstofunnar blasir það nú við bankanum að greina ríkisstjórninni frá stöðu mála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira