Fallegir hlutir til heimilisins 10. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA Hús og heimili Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA
Hús og heimili Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira