Lið ÍBV kostar tugi milljóna 11. febrúar 2005 00:01 Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn