Losað um völdin Hafliði Helgason skrifar 14. febrúar 2005 00:01 Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar