Sögumaður deyr 17. febrúar 2005 00:01 Arthur Miller varð frægur fyrir tvennt: beztu leikritin sín og lakasta hjónabandið. Hann afréð ungur að verða rithöfundur, helzt leikskáld, og framfleytti sér í háskóla með því að vinna í þrígang til verðlauna fyrir leikritun. Fyrsta verkið hans, sem komst á fjalirnar í fínu leikhúsi, kolféll eftir fjórar sýningar á Broadway. Næstu verk náðu ekki upp á svið. Hann ákvað að gera eina tilraun enn: nú var annaðhvort að duga eða drepast. Allir synir mínir (1947) sló í gegn og gekk nokkur hundruð sinnum fyrir fullu húsi og var fest á filmu árið eftir. Þessu næst skrifaði Miller Sölumaður deyr (1949); það tók hann sex vikur. Honum brá í frumsýningarlok, þetta var í Fíladelfíu, því að lófatakið lét á sér standa, lengi: áhorfendur sátu grátandi í sætum sínum og gátu sig hvergi hreyft. Þegar þeir höfðu jafnað sig, ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Viðtökurnar í New York nokkru síðar voru engu lakari. Miller öðlaðist heimsfrægð í einni svipan. Leikritið var fært upp í Þjóðleikhúsinu 1951 undir stjórn Indriða Waage, og það hefur æ síðan verið fastagestur á fjölum íslenzkra og erlendra leikhúsa. Þessi tvö verk Millers fjalla um menn, sem brotna undan álagi, sem þeir ættu þó að standast, og stytta sér aldur. Í Allir synir mínir verður starfsmaður flugvélaverksmiðju uppvís að ábyrgð á því að hafa selt gallaða varahluti í vélar, sem höfðu farizt, fjölskyldan snýst gegn honum, og hann gefst upp. Í Sölumaður deyr verður fjölskyldufaðir uppvís að sjálfsblekkingu, framhjáhaldi, missir vinnuna o.fl. - og bugast. Miller tekst að vekja samúð áhorfenda með veiklunduðu fólki, sem verður þó einkum fyrir barðinu á sjálfu sér. Næsta verk Millers var Í deiglunni (1953). Það fjallar um öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy og ofsóknirnar, sem hann magnaði á hendur meintum kommúnistum í Bandaríkjum samtímans - ofsóknir, sem lögðu fjölda fólks í rúst og kostuðu suma lífið. Miller var um svipað leyti dreginn fyrir þingnefnd á vegum McCarthys og krafinn um nöfn sálufélaga sinna, en hann harðneitaði að nefna nöfn og hafði raunar ekkert að fela. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða þingið með því að þegja, en sektardóminum var snúið við í áfrýjunarrétti tveim árum síðar. Miller segir söguna í leikritinu með því að lýsa galdraofsóknum í Salem í Massachusetts 1692. Þegar leikritið var sýnt í Póllandi, sá hann tárin streyma niður kinnar gestgjafa sinna, pólskra kommúnista: þeir skildu, að verkið fjallaði einnig um ofsóknir þeirra á hendur saklausu fólki. Þetta leikrit hefur verið sýnt víðar um heiminn en önnur verk Millers, m.a. í Kína, eins og Sölumaðurinn. Þegar hann kvæntist Marilyn Monroe 1956, hætti Miller að skrifa leikrit: Marilyn var fullt starf. Hjónabandið stóð í fimm ár. Marilyn stytti sér aldur skömmu eftir skilnaðinn. Hann fylgdi henni ekki til grafar til að forðast ljósmyndarana. Hann var þá aftur byrjaður að skrifa leikrit - um hana. Eftir syndafallið (1964) var endursýnt í New York í fyrra. Enginn hefur getað tekið fullt mark á þeirri skoðun Millers, að persónur verksins eigi sér engar sérstakar fyrirmyndir. Hann hafði snúið baki við einum bezta vini sínum fyrir að nefna nöfn í vitnaleiðslum McCarthys á Bandaríkjaþingi og setti nú einkalíf nýlátinnar eiginkonu sinnar á svið - og sættist við vin sinn. Miller bar sig heldur aumlega undan gagnrýnendum. Þeir sögðu sumir, að honum hefði farið aftur: hann hefði aldrei náð sér á strik eftir Sölumanninn eða Horft af brúnni (1955), sem fjallar um innflytjendur í New York. Miller hélt því fram, að bandarískt leikhús væri í dauðateygjunum: leikhúsin á Broadway dygðu ekki lengur til annars en að setja upp söngleiki. Glerbrot (1994) fjallar um gyðingaofsóknir og vann til verðlauna í London. Hann hélt áfram að skrifa fram í andlátið á fimmtudaginn var. Síðasta leikritið hans - þau urðu 24 - var frumsýnt í Chicago í vetur sem leið og fékk misjafna dóma. Miller var í rauninni rammpólitískt leikskáld. Ritgerðir hans og greinar, sem hann birti á víð og dreif, sumar t.d. í New York Times, fjalla margar um stjórnmál. Einmitt þetta hafa sumir fundið að síðari leikritum hans: of mikil predikun, segja menn, of lítið drama. Hann gaf ritgerðirnar út á bók fyrir fáeinum árum, Bergmál um ganginn (Echoes down the corridor, 2000). Safnið spannar allan síðari helming 20. aldar, frá 1944 til 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Arthur Miller varð frægur fyrir tvennt: beztu leikritin sín og lakasta hjónabandið. Hann afréð ungur að verða rithöfundur, helzt leikskáld, og framfleytti sér í háskóla með því að vinna í þrígang til verðlauna fyrir leikritun. Fyrsta verkið hans, sem komst á fjalirnar í fínu leikhúsi, kolféll eftir fjórar sýningar á Broadway. Næstu verk náðu ekki upp á svið. Hann ákvað að gera eina tilraun enn: nú var annaðhvort að duga eða drepast. Allir synir mínir (1947) sló í gegn og gekk nokkur hundruð sinnum fyrir fullu húsi og var fest á filmu árið eftir. Þessu næst skrifaði Miller Sölumaður deyr (1949); það tók hann sex vikur. Honum brá í frumsýningarlok, þetta var í Fíladelfíu, því að lófatakið lét á sér standa, lengi: áhorfendur sátu grátandi í sætum sínum og gátu sig hvergi hreyft. Þegar þeir höfðu jafnað sig, ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Viðtökurnar í New York nokkru síðar voru engu lakari. Miller öðlaðist heimsfrægð í einni svipan. Leikritið var fært upp í Þjóðleikhúsinu 1951 undir stjórn Indriða Waage, og það hefur æ síðan verið fastagestur á fjölum íslenzkra og erlendra leikhúsa. Þessi tvö verk Millers fjalla um menn, sem brotna undan álagi, sem þeir ættu þó að standast, og stytta sér aldur. Í Allir synir mínir verður starfsmaður flugvélaverksmiðju uppvís að ábyrgð á því að hafa selt gallaða varahluti í vélar, sem höfðu farizt, fjölskyldan snýst gegn honum, og hann gefst upp. Í Sölumaður deyr verður fjölskyldufaðir uppvís að sjálfsblekkingu, framhjáhaldi, missir vinnuna o.fl. - og bugast. Miller tekst að vekja samúð áhorfenda með veiklunduðu fólki, sem verður þó einkum fyrir barðinu á sjálfu sér. Næsta verk Millers var Í deiglunni (1953). Það fjallar um öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy og ofsóknirnar, sem hann magnaði á hendur meintum kommúnistum í Bandaríkjum samtímans - ofsóknir, sem lögðu fjölda fólks í rúst og kostuðu suma lífið. Miller var um svipað leyti dreginn fyrir þingnefnd á vegum McCarthys og krafinn um nöfn sálufélaga sinna, en hann harðneitaði að nefna nöfn og hafði raunar ekkert að fela. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða þingið með því að þegja, en sektardóminum var snúið við í áfrýjunarrétti tveim árum síðar. Miller segir söguna í leikritinu með því að lýsa galdraofsóknum í Salem í Massachusetts 1692. Þegar leikritið var sýnt í Póllandi, sá hann tárin streyma niður kinnar gestgjafa sinna, pólskra kommúnista: þeir skildu, að verkið fjallaði einnig um ofsóknir þeirra á hendur saklausu fólki. Þetta leikrit hefur verið sýnt víðar um heiminn en önnur verk Millers, m.a. í Kína, eins og Sölumaðurinn. Þegar hann kvæntist Marilyn Monroe 1956, hætti Miller að skrifa leikrit: Marilyn var fullt starf. Hjónabandið stóð í fimm ár. Marilyn stytti sér aldur skömmu eftir skilnaðinn. Hann fylgdi henni ekki til grafar til að forðast ljósmyndarana. Hann var þá aftur byrjaður að skrifa leikrit - um hana. Eftir syndafallið (1964) var endursýnt í New York í fyrra. Enginn hefur getað tekið fullt mark á þeirri skoðun Millers, að persónur verksins eigi sér engar sérstakar fyrirmyndir. Hann hafði snúið baki við einum bezta vini sínum fyrir að nefna nöfn í vitnaleiðslum McCarthys á Bandaríkjaþingi og setti nú einkalíf nýlátinnar eiginkonu sinnar á svið - og sættist við vin sinn. Miller bar sig heldur aumlega undan gagnrýnendum. Þeir sögðu sumir, að honum hefði farið aftur: hann hefði aldrei náð sér á strik eftir Sölumanninn eða Horft af brúnni (1955), sem fjallar um innflytjendur í New York. Miller hélt því fram, að bandarískt leikhús væri í dauðateygjunum: leikhúsin á Broadway dygðu ekki lengur til annars en að setja upp söngleiki. Glerbrot (1994) fjallar um gyðingaofsóknir og vann til verðlauna í London. Hann hélt áfram að skrifa fram í andlátið á fimmtudaginn var. Síðasta leikritið hans - þau urðu 24 - var frumsýnt í Chicago í vetur sem leið og fékk misjafna dóma. Miller var í rauninni rammpólitískt leikskáld. Ritgerðir hans og greinar, sem hann birti á víð og dreif, sumar t.d. í New York Times, fjalla margar um stjórnmál. Einmitt þetta hafa sumir fundið að síðari leikritum hans: of mikil predikun, segja menn, of lítið drama. Hann gaf ritgerðirnar út á bók fyrir fáeinum árum, Bergmál um ganginn (Echoes down the corridor, 2000). Safnið spannar allan síðari helming 20. aldar, frá 1944 til 2000.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun