Viðskipti innlent

Krefist svara um atkvæði

Fjármálaeftirlitið hefur sent 30 stærstu hluthöfum Íslandsbanka bréf þar sem þess er krafist þeir geri grein fyrir því hvernig þeir hyggjast beita atkvæðarétti sínum á aðalfundi bankans á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Fjármálaeftirlitið bæði fram á það hvernig hluthafarnir ætla að beita atkvæði sínu og hvort og þá hverjum þeir ætla að framselja atkvæðarétti sinn. Átta eru í kjöri í sjö sæti sem laus eru í bankaráðinu og mun Fjármálaeftirlitið líta til þess hvort Straumur og Burðarás hyggist beita atkvæðarétti sínum saman. Hluthafarnir þurfa að svara bréfi Fjármálaeftirlitsins fyrir klukkan fimm í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×