Viðskipti innlent

Samið um fjarskiptaþjónustu

MYND/Vísir
Landsvirkjun, Fjarski og Síminn hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði fjarskiptaþjónustu. Samstarfið felur í sér að Síminn veitir Landsvirkjun og Fjarska þá fjarskiptaþjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja öryggi og skilvirkni í rekstri Landsvirkjunar. Samningur var einnig gerður á milli Fjarska og Símans um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á sex pörum í ljósleiðarastreng Fjarska sem liggur á milli Hrauneyjafossstöðvar og Akureyrar. Samningurinn felur jafnframt í sér kaup Símans á fjórðungi hlutafjár í Fjarska. Markmið fyrirtækjanna er m.a. að samnýta fjárfrekan fjarskiptabúnað víðs vegar um landið. Vonast er til að samlegðaráhrif skili sér í betri þjónustu við orkuiðnaðinn í landinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×