Var ekki að meika það 19. febrúar 2005 00:01 Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira