Ný bensínstöð við Sprengisand 20. febrúar 2005 00:01 Fyrsta bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var opnuð í dag og fleiri eru á teikniborðinu. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir áfangann stóran og hann geri fyrirtækið enn sterkara í samkeppni á olíumarkaði. Fyrsta stöð fyrirtækisins í Reykjavík er á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar á svokallaðri Sprengisandslóð. Félagið hefur um hríð rekið tvær stöðvar, eina í Kópavogi og aðra í Hafnarfirði. Það má því segja að í dag hafi stórum áfanga verið náð. Hugi Hreiðarsson, markaðasstjóri Atlantsolíu, segir áfangann einn þann stærsta í sögu fyrirtækisins. Að komast til Reykjavíkur sé fyrsta stoðin undir það að veita hinum olíufélögunum raunverulega samkeppni. Stöðvarnar í Kópavogi og Hafnarfirði séu ekki eins miðsvæðis og hann voni það og vænti þess að Reykvíkingar verði fyrirtækinu samtaka í samkeppnismálum og versli við það. Að sögn Huga er nýja stöðin af fullkomnustu gerð, meðal annars er engin loftmengun af henni og sérstakar sugur sjúga bensíngufurnar þannig að þær þéttast og verða að bensíni aftur. Næsta stöð sem opnuð verður í Reykjavík verður í Skeifunni en auk þeirrar stöðvar eru á teikniborðinu stöðvar á Dalvegi í Kópavogi og í Hafnarfirði en næsta stöð sem félagið opnar verður í Njarðvík. Þá eru uppi áform um stöðvar víðs vegar um landið. Hugi segir Atlantsolíu þakkláta borgaryfirvöldum fyrir lóðina sem félagið fékk en á brattann hafi verið að sækja þar sem keppinautarnir hafi í kjölfar þeirra sótt um lóðina líka og þar með tafið framkvæmdir þótt hann geti ekki tilgreint hversu miklar tafir hafi orðið á verkinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Fyrsta bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var opnuð í dag og fleiri eru á teikniborðinu. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir áfangann stóran og hann geri fyrirtækið enn sterkara í samkeppni á olíumarkaði. Fyrsta stöð fyrirtækisins í Reykjavík er á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar á svokallaðri Sprengisandslóð. Félagið hefur um hríð rekið tvær stöðvar, eina í Kópavogi og aðra í Hafnarfirði. Það má því segja að í dag hafi stórum áfanga verið náð. Hugi Hreiðarsson, markaðasstjóri Atlantsolíu, segir áfangann einn þann stærsta í sögu fyrirtækisins. Að komast til Reykjavíkur sé fyrsta stoðin undir það að veita hinum olíufélögunum raunverulega samkeppni. Stöðvarnar í Kópavogi og Hafnarfirði séu ekki eins miðsvæðis og hann voni það og vænti þess að Reykvíkingar verði fyrirtækinu samtaka í samkeppnismálum og versli við það. Að sögn Huga er nýja stöðin af fullkomnustu gerð, meðal annars er engin loftmengun af henni og sérstakar sugur sjúga bensíngufurnar þannig að þær þéttast og verða að bensíni aftur. Næsta stöð sem opnuð verður í Reykjavík verður í Skeifunni en auk þeirrar stöðvar eru á teikniborðinu stöðvar á Dalvegi í Kópavogi og í Hafnarfirði en næsta stöð sem félagið opnar verður í Njarðvík. Þá eru uppi áform um stöðvar víðs vegar um landið. Hugi segir Atlantsolíu þakkláta borgaryfirvöldum fyrir lóðina sem félagið fékk en á brattann hafi verið að sækja þar sem keppinautarnir hafi í kjölfar þeirra sótt um lóðina líka og þar með tafið framkvæmdir þótt hann geti ekki tilgreint hversu miklar tafir hafi orðið á verkinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira