Stjörnuhrap í Ásgarði 21. febrúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira