Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum innlánum og útlánum þann 1. mars nk. Með hækkuninni er Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Seðlabankinn ákvað fyrir helgi að hækka stýrivexti sína um 0,5 prósentustig. Er Seðlabankinn þannig að bregðast við því að verðbólga hefur farið yfir þau þolmörk sem kveðið er á um í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá mars 2001. Með hækkun skammtímavaxta nú er Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn leggi mikla áherslu á að efnahagslífið einkennist af stöðugleika á komandi árum og mun hann því styðja Seðlabankann í aðgerðum sem hafa þann tilgang að halda verðbólgu í skefjum og viðhalda stöðugleika.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×