Blýmengun hættuleg börnum 22. febrúar 2005 00:01 "Blýmengun getur gert börn að glæpamönnum," segir í nýjum niðurstöðum vísindamanna í Bandaríkjunum. "Jafnvel lítið magn af blýi getur valdið árásargirni og hegðunarvandamálum hjá börnum." Dr. Herbert Needleman við Pittsburgh-háskóla hefur komist að því í rannsóknum sínum að unglingar sem voru ítrekað handteknir fyrir glæpi höfðu meira blýmagn í líkamanum en aðrir hópar. "Það eru vissulega fleiri þættir sem skipta máli en ef blýmengun væri minni væru færri glæpir framdir í Bandaríkjunum," sagði Needleman á ráðstefnu nýlega. Hann mælir með að ung börn séu mæld reglulega þar sem það sé ekki kostnaðarsamt. "Þá er hægt að gera ráðstafanir eins og að fjarlægja börnin frá mengunarvaldinum." Lengi hefur verið vitað að blý veldur skemmdum á heilanum og rikisstjórnir víða hafa tekið á vandanum, meðal annars með því að framleiða blýlaust bensín og málningu. En dr. Needleman segir nýjar sannanir fyrir því að meira að segja í litlu magni sé blýið mjög skaðlegt, Larry Silverman, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneyti Bandaríkjanna, segir þó að fólk verði að axla persónulega ábyrgð. "Jafnvel þó suma glæpi megi rekja til blýmengunar er engum greiði gerður með því að kenna blýi um allt sem aflaga fer. Fólk verður að læra að axla eigin ábyrgð," segir Silverman. Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Blýmengun getur gert börn að glæpamönnum," segir í nýjum niðurstöðum vísindamanna í Bandaríkjunum. "Jafnvel lítið magn af blýi getur valdið árásargirni og hegðunarvandamálum hjá börnum." Dr. Herbert Needleman við Pittsburgh-háskóla hefur komist að því í rannsóknum sínum að unglingar sem voru ítrekað handteknir fyrir glæpi höfðu meira blýmagn í líkamanum en aðrir hópar. "Það eru vissulega fleiri þættir sem skipta máli en ef blýmengun væri minni væru færri glæpir framdir í Bandaríkjunum," sagði Needleman á ráðstefnu nýlega. Hann mælir með að ung börn séu mæld reglulega þar sem það sé ekki kostnaðarsamt. "Þá er hægt að gera ráðstafanir eins og að fjarlægja börnin frá mengunarvaldinum." Lengi hefur verið vitað að blý veldur skemmdum á heilanum og rikisstjórnir víða hafa tekið á vandanum, meðal annars með því að framleiða blýlaust bensín og málningu. En dr. Needleman segir nýjar sannanir fyrir því að meira að segja í litlu magni sé blýið mjög skaðlegt, Larry Silverman, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneyti Bandaríkjanna, segir þó að fólk verði að axla persónulega ábyrgð. "Jafnvel þó suma glæpi megi rekja til blýmengunar er engum greiði gerður með því að kenna blýi um allt sem aflaga fer. Fólk verður að læra að axla eigin ábyrgð," segir Silverman.
Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira