Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar vegna kuldans

Olíuverð hefur mjakast upp á við á heimsmarkaði í dag og er verðið á olíufatinu nú komið rétt yfir fimmtíu dollara á fatið. Hæst varð verðið í fyrra rúmir 55 dollarar. Hækkunin er rakin til kuldatíðar í Evrópu og Bandaríkjunum en fyrir vikið hefur fólk þurft að kynda meira. Að auki hefur gengi dollarsins lækkað gagnvart mörgum helstu viðmiðunargjaldmiðlum. Meðalgengi dollarsins gagnvart krónunni er nú 60,96 krónur og hefur dollarinn lækkað um 2,35% á viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×