Topplið Hauka í Úrvalsdeild kvenna í handknattleik gersigraði Víkinga í Víkinni í gærkvöldi. Leikurinn í gær var aldrei spennandi og Haukastúlkur höfðu yfir í hálfleik 21-11. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og niðurstaðan var 40-21 sigur gestanna úr Hafnarfirði. Atkvæðamestar í liði Hauka voru þær Hanna Stefánsdóttir með 14 mörk og Kristina Matuzeviciute í markinu, sem varði 22 skot. Andrea Olsen var markahæst í liði heimamanna með 7 mörk.