Fáránlegt að sýna krossinn 23. febrúar 2005 00:01 Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson. Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira
Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira