Litli hluthafinn í aðalhlutverki 23. febrúar 2005 00:01 Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins. Innlent Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins.
Innlent Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira