Avion opnar nýjar höfuðstöðvar 24. febrúar 2005 00:01 Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira