Avion opnar nýjar höfuðstöðvar 24. febrúar 2005 00:01 Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira