Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar vegna vetrarhörku

Olíuverð stefnir í 52 dollara fatið á heimsmarkaði en hæst fór verðið í 55 dollara á síðasta ári. Vetrarharka í Bandaríkjunum er meginástæða þess að verðið hækkar auk þess sem leiðtogar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna virðast sáttir við verðið og vilja ekki slá á það. Ástæða þessa mun vera sú að hátt olíuverð virðist ekki hafa jafn víðtæk, neikvæð áhrif á efnahagsþróun á heimsvísu og fyrir tveimur áratugum, þegar olíuverð var síðast himinhátt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×