Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB 27. febrúar 2005 00:01 Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira