Handboltaveisla um páskana 28. febrúar 2005 00:01 Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Þessir leikir munu að öllum líkindum fara fram í Laugardalshöll en unnið er að því að komast inn í Höllina þessa dagana. Handboltaunnendur geta því séð hið efnilega unglingalandslið Íslands og A-landsliðið leika sama dag á sama stað. "Þetta er allt í vinnslu en von okkar er að geta boðið til mikillar handboltaveislu um páskana en fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hefur krosslagt fingurna því svo gæti farið að Ísland drægist gegn Pólverjum í umspili um sæti á EM og ef svo fer verður ekkert af vináttulandsleikjunum við Pólverja. Það verður væntanlega lítið um páskafrí hjá Viggó Sigurðssyni því hann þjálfar bæði unglinga- og A-landsliðið og stefnir því allt í tvo leiki á dag hjá honum. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, aðstoðar hann með unglingaliðið en þetta er sama lið og varð Evrópumeistari U-18 fyrir tveim árum síðan. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins enda einhver efnilegasti hópur sem komið hefur fram lengi hér á landi. "Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana því við erum líka með riðil hjá U-17 kvenna í maí en alls eru 15 landsleikir á dagskránni hjá okkur fram til 20. júní ásamt auðvitað úrslitunum í handboltanum hér heima," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki. Þessir leikir munu að öllum líkindum fara fram í Laugardalshöll en unnið er að því að komast inn í Höllina þessa dagana. Handboltaunnendur geta því séð hið efnilega unglingalandslið Íslands og A-landsliðið leika sama dag á sama stað. "Þetta er allt í vinnslu en von okkar er að geta boðið til mikillar handboltaveislu um páskana en fyrsti leikurinn er á föstudaginn langa," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en hann hefur krosslagt fingurna því svo gæti farið að Ísland drægist gegn Pólverjum í umspili um sæti á EM og ef svo fer verður ekkert af vináttulandsleikjunum við Pólverja. Það verður væntanlega lítið um páskafrí hjá Viggó Sigurðssyni því hann þjálfar bæði unglinga- og A-landsliðið og stefnir því allt í tvo leiki á dag hjá honum. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, aðstoðar hann með unglingaliðið en þetta er sama lið og varð Evrópumeistari U-18 fyrir tveim árum síðan. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins enda einhver efnilegasti hópur sem komið hefur fram lengi hér á landi. "Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana því við erum líka með riðil hjá U-17 kvenna í maí en alls eru 15 landsleikir á dagskránni hjá okkur fram til 20. júní ásamt auðvitað úrslitunum í handboltanum hér heima," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira