Menning

Dregur úr hættu á alzheimer

Reglubundin hreyfing og hollt mataræði getur dregið verulega úr hættunni á að fá Alzheimer-sjúkdóminn á efri árum. Þetta eru niðurstöður finnskrar rannsóknar sem sýna að miðaldra fólk sem stundar leikfimi að minnsta kosti tvisvar í viku getur dregið úr hættunni á alzheimer um 50 prósent. Þá hafa nýlegar rannsóknir ennfremur sýnt að fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi, háu kólesteróli og offitu er hættara við alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum en fólki sem stundar hreyfingu og hollt mataræði. Talið er að um 12 milljónir manna þjáist af Alzheimer-sjúkdóminum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×