Lemgo tapaði fyrir Celje Lasko 5. mars 2005 00:01 Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira