Aðalstrætið ber aldurinn vel 6. mars 2005 00:01 Bryggjuhúsið gamla markaði enda Aðalstrætisins og við það stóð borgarhliðið þar sem meðal annars var tekið á móti Kristjáni IX í heimsókn hans árið 1907 og var Aðalstrætið borðum skreytt af því tilefni. Bryggjuhúsið er nú orðið að Kaffi Reykjavík og er skreytt auglýsingaborðum ætluðum ferðamönnum, en Aðalstræti virðist taka þeim opnum örmum með hótelum, veitingastöðum og upplýsingamiðstöð. Aðalstrætið er elsta gata bæjarins en í lok 19. aldar voru göturnar moldarbornar og voru þar hvorki gangstéttar né götulýsingar. Ljósker voru sett upp um aldamótin og þótti mörgum það óþarfi þar sem talið var að kerin myndu aðeins lýsa veginn fyrir þjófa að nóttu. Strætið er vel upplýst í dag en síðustu árin hafa verið þar miklar framkvæmdir og moldarhrúgur staðið upp úr sprengdu malbikinu. Nú hins vegar er þessum framkvæmdum að ljúka og ásýnd götunnar allt önnur. Nýtt og glæsilegt hótel stendur við enda Aðalstrætis og ber sama gamla útlit og eldri húsin í götunni, sem flest eru upprunaleg. Virðing fyrir sögunni er ríkjandi og mun meðal annars veitingastaður nýja hótelsins heita Fjalakötturinn, í höfuðið á þeirri frægu byggingu sem áður stóð við Aðalstræti.Verslunin Geysir var lengi vel til húsa að Aðalstræti 2.Mynd/GVASkilti á ensku vísa ferðamönnum veginn, en rétt undan var borgarhliðið gamla.Mynd/GVAHúsið við Aðalstræti 10 er eitt af elstu húsum bæjarins. Árið 1765 brann húsið en húsið sem stendur þar nú var reist á grunni þess.Mynd/GVAFálkahúsið Hafnarstræti 1-3. Húsið var byggt á Bessastöðum árið 1750, en tólf árum seinna var það tekið niður og endursmíðað í Reykjavík.Mynd/GVAHótel Reykjavík Centrum er nýtt hótel sem risið hefur við Aðalstræti.Mynd/GVAFyrir miðju Aðalstræti standa nútímalegar byggingar, umvafðar gömlum húsum.Mynd/GVAVið Aðalstræti er nú að finna einhverja fallegustu götumynd í Reykjavík.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Bryggjuhúsið gamla markaði enda Aðalstrætisins og við það stóð borgarhliðið þar sem meðal annars var tekið á móti Kristjáni IX í heimsókn hans árið 1907 og var Aðalstrætið borðum skreytt af því tilefni. Bryggjuhúsið er nú orðið að Kaffi Reykjavík og er skreytt auglýsingaborðum ætluðum ferðamönnum, en Aðalstræti virðist taka þeim opnum örmum með hótelum, veitingastöðum og upplýsingamiðstöð. Aðalstrætið er elsta gata bæjarins en í lok 19. aldar voru göturnar moldarbornar og voru þar hvorki gangstéttar né götulýsingar. Ljósker voru sett upp um aldamótin og þótti mörgum það óþarfi þar sem talið var að kerin myndu aðeins lýsa veginn fyrir þjófa að nóttu. Strætið er vel upplýst í dag en síðustu árin hafa verið þar miklar framkvæmdir og moldarhrúgur staðið upp úr sprengdu malbikinu. Nú hins vegar er þessum framkvæmdum að ljúka og ásýnd götunnar allt önnur. Nýtt og glæsilegt hótel stendur við enda Aðalstrætis og ber sama gamla útlit og eldri húsin í götunni, sem flest eru upprunaleg. Virðing fyrir sögunni er ríkjandi og mun meðal annars veitingastaður nýja hótelsins heita Fjalakötturinn, í höfuðið á þeirri frægu byggingu sem áður stóð við Aðalstræti.Verslunin Geysir var lengi vel til húsa að Aðalstræti 2.Mynd/GVASkilti á ensku vísa ferðamönnum veginn, en rétt undan var borgarhliðið gamla.Mynd/GVAHúsið við Aðalstræti 10 er eitt af elstu húsum bæjarins. Árið 1765 brann húsið en húsið sem stendur þar nú var reist á grunni þess.Mynd/GVAFálkahúsið Hafnarstræti 1-3. Húsið var byggt á Bessastöðum árið 1750, en tólf árum seinna var það tekið niður og endursmíðað í Reykjavík.Mynd/GVAHótel Reykjavík Centrum er nýtt hótel sem risið hefur við Aðalstræti.Mynd/GVAFyrir miðju Aðalstræti standa nútímalegar byggingar, umvafðar gömlum húsum.Mynd/GVAVið Aðalstræti er nú að finna einhverja fallegustu götumynd í Reykjavík.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira