Enginn er annars bróðir í leik Hafliði Helgason skrifar 8. mars 2005 00:01 Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun