Fréttamenn RÚV gapandi hlessa 8. mars 2005 00:01 Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira