Ráðning vegi að sjálfstæði RÚV 10. mars 2005 00:01 Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun. Á fundi Félags fréttamanna í morgun var lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn telja ráðningu hans einvörðungu á pólitískum forsendum og að með henni sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Fréttamenn Ríkisútvarpsins telja að komi Auðun Georg til starfa á Ríkisútvarpinu óttist þeir mjög að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Engar fréttir voru sagðar í Útvarpinu klukkan tíu í morgun vegna fundarins. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikla ólgu á Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar úvarpsstjóra um að ganga fram hjá þeim sem mælt var með og það sé algerlega óverjandi. Útvarpsstjóri hafi haft kjörið tækifæri til að verja hagsmuni Ríkisútvarpsins með því að fara fram hjá ábendingu útvarpsráðs og líta faglega á málin. Að mati Félags fréttamanna kjósi hann hins vegar að láta ákvörðun útvarpsráðs stýra sinni för og þess vegna hafi það verið niðurstaða félagsins að lýsa yfir vantrausti á hann. Honum sé ekki treyst til að leiða faglega og hlutlausa stefnu í fréttamennsku á Ríkisútvarpinu. Aðspurður hvað gerist ef Markús Örn hverfi ekki frá ákvörðun sinni segir Jón Gunnar að það verði að koma í ljós. Boðaður hafi verið almennur fundur hjá starfsmannasamtökum Ríkisútvarpsins þar sem tillaga Félags fréttamanna frá í morgun verði kynnt og það sé aldrei að vita nema sambærileg tillaga verði borin upp á fundi starfsmannasamtakanna. Í kjölfar fundarins muni stjórn Félags fréttamanna setjast aftur niður og ræða hvaða skref verði tekin næst. Spurður hvort fréttamönnum sé stætt á að halda áfram starfi ef útvarpsstjóri breyti ekki ákvörðun sinni segir Jón Gunnar að fréttamenn verði að gera það upp við sjálfa sig. Augljóst sé að inn komi maður sem hafi ekki þá faglegu þekkingu og reynslu af því starfi að vera leiðbeinandi og draga vagninn í að efla enn frekar traust og trúnað áheyrenda á Ríkisútvarpinu. Þegar hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri treysti þeim mönnum sem hafi sinnt því starfi á Ríkisútvarpinu undanfarin ár og áratugi af miklum sóma hljóti fréttamenn að spyrja sig til hvers þeir séu að vinna hjá stofnuninni. Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar tvö og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, sagði starfi sínu lausu í dag vegna ákvörðunar útvarpsstjóra. Jóhann var meðal umsækjenda um stöðuna og einn af fimm sem Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs Ríkisútrvarpsins, mælti með. Jóhann segir að útvarpsstjóri hafi brugðist með því að fara ekki eftir faglegu áliti og hafi kosið af einhverjum ástæðum að fylgja og þjóna pólitíska valdinu. Sumir segi að hann hafi þar með verið að þjóna sínum einkahagsmunum og skilja Ríkisútvarpið eftir í sárum í leiðinni en það séu hins vegar ekki hans orð. Jóhann segir að þeir sem sótt hafi um hafi gert það af heilindum. Þeir hafi opnað allar sínar bækur og farið í viðtöl og próf. Svo standi hann uppi með það að hafa verið hafður að háði og spotti. Slíku sitji hann ekki undir og hann noti sitt persónufrelsi og mannréttindi til þess að lýsa vantrausti á útvarpsstjóra með því að segja upp störfum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra og ákvörðun hans harðlega á Alþingi í morgun. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði umræðuna um málið með ólíkindum og órökstudda. Hún vísaði því á bug að Auðun Georg væri tengdur Framsóknarflokknum, eins og haldið hefði verið fram, og sagði hann aldrei hafa verið þátttakanda í starfi flokksins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mótmælti ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðningu fréttastjóra Útvarps og sagði það í hæsta máta ámælisvert að meirihluti útvarpsráðs og síðan útvarpsstjóri skyldu virða að vettugi faglegt mat og óskir forsvarsmanna fréttadeildar Ríkisútvarpsins. Vinstri - grænir telja vinnubrögð útvarpsráðs og útvarpsstjóra Ríkisútvarpinu ósamboðin þar sem þau grafi undan tiltrú á þessa mikilvægu stofnun í þjóðareigu. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun. Á fundi Félags fréttamanna í morgun var lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn telja ráðningu hans einvörðungu á pólitískum forsendum og að með henni sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Fréttamenn Ríkisútvarpsins telja að komi Auðun Georg til starfa á Ríkisútvarpinu óttist þeir mjög að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Engar fréttir voru sagðar í Útvarpinu klukkan tíu í morgun vegna fundarins. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikla ólgu á Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar úvarpsstjóra um að ganga fram hjá þeim sem mælt var með og það sé algerlega óverjandi. Útvarpsstjóri hafi haft kjörið tækifæri til að verja hagsmuni Ríkisútvarpsins með því að fara fram hjá ábendingu útvarpsráðs og líta faglega á málin. Að mati Félags fréttamanna kjósi hann hins vegar að láta ákvörðun útvarpsráðs stýra sinni för og þess vegna hafi það verið niðurstaða félagsins að lýsa yfir vantrausti á hann. Honum sé ekki treyst til að leiða faglega og hlutlausa stefnu í fréttamennsku á Ríkisútvarpinu. Aðspurður hvað gerist ef Markús Örn hverfi ekki frá ákvörðun sinni segir Jón Gunnar að það verði að koma í ljós. Boðaður hafi verið almennur fundur hjá starfsmannasamtökum Ríkisútvarpsins þar sem tillaga Félags fréttamanna frá í morgun verði kynnt og það sé aldrei að vita nema sambærileg tillaga verði borin upp á fundi starfsmannasamtakanna. Í kjölfar fundarins muni stjórn Félags fréttamanna setjast aftur niður og ræða hvaða skref verði tekin næst. Spurður hvort fréttamönnum sé stætt á að halda áfram starfi ef útvarpsstjóri breyti ekki ákvörðun sinni segir Jón Gunnar að fréttamenn verði að gera það upp við sjálfa sig. Augljóst sé að inn komi maður sem hafi ekki þá faglegu þekkingu og reynslu af því starfi að vera leiðbeinandi og draga vagninn í að efla enn frekar traust og trúnað áheyrenda á Ríkisútvarpinu. Þegar hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri treysti þeim mönnum sem hafi sinnt því starfi á Ríkisútvarpinu undanfarin ár og áratugi af miklum sóma hljóti fréttamenn að spyrja sig til hvers þeir séu að vinna hjá stofnuninni. Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar tvö og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, sagði starfi sínu lausu í dag vegna ákvörðunar útvarpsstjóra. Jóhann var meðal umsækjenda um stöðuna og einn af fimm sem Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs Ríkisútrvarpsins, mælti með. Jóhann segir að útvarpsstjóri hafi brugðist með því að fara ekki eftir faglegu áliti og hafi kosið af einhverjum ástæðum að fylgja og þjóna pólitíska valdinu. Sumir segi að hann hafi þar með verið að þjóna sínum einkahagsmunum og skilja Ríkisútvarpið eftir í sárum í leiðinni en það séu hins vegar ekki hans orð. Jóhann segir að þeir sem sótt hafi um hafi gert það af heilindum. Þeir hafi opnað allar sínar bækur og farið í viðtöl og próf. Svo standi hann uppi með það að hafa verið hafður að háði og spotti. Slíku sitji hann ekki undir og hann noti sitt persónufrelsi og mannréttindi til þess að lýsa vantrausti á útvarpsstjóra með því að segja upp störfum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra og ákvörðun hans harðlega á Alþingi í morgun. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði umræðuna um málið með ólíkindum og órökstudda. Hún vísaði því á bug að Auðun Georg væri tengdur Framsóknarflokknum, eins og haldið hefði verið fram, og sagði hann aldrei hafa verið þátttakanda í starfi flokksins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mótmælti ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðningu fréttastjóra Útvarps og sagði það í hæsta máta ámælisvert að meirihluti útvarpsráðs og síðan útvarpsstjóri skyldu virða að vettugi faglegt mat og óskir forsvarsmanna fréttadeildar Ríkisútvarpsins. Vinstri - grænir telja vinnubrögð útvarpsráðs og útvarpsstjóra Ríkisútvarpinu ósamboðin þar sem þau grafi undan tiltrú á þessa mikilvægu stofnun í þjóðareigu.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira