Fréttamenn íhuga að segja upp 10. mars 2005 00:01 Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira