Dujshebaev hættur og fer að þjálfa 10. mars 2005 00:01 Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real. Þetta staðfesti félagi hans hjá Ciudad Real í gær, Ólafur Stefánsson, en að hans sögn er almenn ánægja með þessar fréttir enda er núverandi þjálfari liðsins, Juan de dios Roman, ekki í miklum metum hjá flestum leikmönnum liðsins. "Mér líst geysilega vel á að fá hann sem þjálfara. Hann er með mjög góðar hugmyndir og núna verður gert eitthvað af viti hérna," sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt Roman þjálfara. "Það hefur lítið verið gert af viti hérna undanfarið og alls kyns vitleysa í gangi. Dujshebaev ætlar að breyta þessu öllu. Hann ætlar að láta okkur æfa almennilega á undirbúningstímabilinu og hefur lofað því að menn muni spýta blóði. Svo verður líka einhver skynsemi í taktík, varnarleik og öðru. Mér líst verulega vel á þetta allt saman." Ólafur er mjög jákvæður fyrir næstu leiktíð þótt Ciudad sé búið að kaupa Petar Metlicic og Jon Belaustegui sem báðir leika í sömu stöðu og Ólafur. Belaustegui kemur ekki næsta vetur því Ciudad hefur ákveðið að lána hann til Hamburg í eina leiktíð. "Ég er búinn að ræða málin við Dujshebaev og hann ætlar að nota mig almennilega. Þetta verður spennandi vetur," sagði Ólafur Stefánsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real. Þetta staðfesti félagi hans hjá Ciudad Real í gær, Ólafur Stefánsson, en að hans sögn er almenn ánægja með þessar fréttir enda er núverandi þjálfari liðsins, Juan de dios Roman, ekki í miklum metum hjá flestum leikmönnum liðsins. "Mér líst geysilega vel á að fá hann sem þjálfara. Hann er með mjög góðar hugmyndir og núna verður gert eitthvað af viti hérna," sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt Roman þjálfara. "Það hefur lítið verið gert af viti hérna undanfarið og alls kyns vitleysa í gangi. Dujshebaev ætlar að breyta þessu öllu. Hann ætlar að láta okkur æfa almennilega á undirbúningstímabilinu og hefur lofað því að menn muni spýta blóði. Svo verður líka einhver skynsemi í taktík, varnarleik og öðru. Mér líst verulega vel á þetta allt saman." Ólafur er mjög jákvæður fyrir næstu leiktíð þótt Ciudad sé búið að kaupa Petar Metlicic og Jon Belaustegui sem báðir leika í sömu stöðu og Ólafur. Belaustegui kemur ekki næsta vetur því Ciudad hefur ákveðið að lána hann til Hamburg í eina leiktíð. "Ég er búinn að ræða málin við Dujshebaev og hann ætlar að nota mig almennilega. Þetta verður spennandi vetur," sagði Ólafur Stefánsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira