Rökleysa útvarpsstjóra Kjartan Eggertsson skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun