Rökleysa útvarpsstjóra Kjartan Eggertsson skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar