Viðskipti innlent

25% íbúðalána hjá bönkunum

Fjórðungur íbúðalána er nú hjá bönkunum áætlar greiningardeild Landsbankans. Þetta er aukning frá því í janúar þegar bankarnir höfðu 19% markaðshlutdeild. Íbúðalánasjóður ætti þannig að vera með 62% lánanna og lífeyrissjóðir um 13%. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að dregið hafi úr uppgreiðslum á eldri útlánum sjóðsins og að þær verði væntanlega minni en áætlun sjóðsins gerði ráð fyrir. Ekki er þó upplýst um fjárhæðir uppgreiðslna það sem af er ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×