Tveir skipstjórar 14. mars 2005 00:01 Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn. Atvinna Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn.
Atvinna Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“