Viðskipti innlent

Sjálfkjörið í stjórn SÍF

Sjálfkjörið er í stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi félagsins á föstudag, en til stendur að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að Ólafur Ólafsson, núverandi stjórnarformaður, og stjórnarmennirnir Aðalsteinn Ingólfsson og Guðmundur Hjaltason bjóði sig áfram fram, en Hartmut M. Krämer, stjórnarmaður Kingfisher plc, Toupargel SA og Herlitz AG, og Nadine Deswasiere, framkvæmdastjóri hjá Nestlé í Frakklandi, koma væntanlega ný inn í stjórnina. Í tilkynningunni segir enn fremur að með tilkomu Hartmut M. Krämer og Nadine Deswasiere í stjórn SÍF hf. gangi afar hæfir einstaklingar á sviði sölu- og markaðsmála með umfangsmikla þekkingu á smásölumarkaði víða um lönd til liðs við félagið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×