Neita að vinna með Auðuni Georg 14. mars 2005 00:01 „Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira