Milljarðar svart hjá veitingahúsum 15. mars 2005 00:01 Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist. Innlent Viðskipti Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Sjá meira
Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist.
Innlent Viðskipti Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Sjá meira