Viðskipti innlent

Gagnrýnir auglýsingar Olís

"Mér þykja þetta heldur einkennileg vinnubrögð hjá Olís að básúna slíkt þegar um gamla könnun er að ræða," segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann gagnrýnir auglýsingaherferð Olís þar sem fram kemur að mikil almenn ánægja sé hjá viðskiptavinum fyrirtækisins samkvæmt könnun Gallup. Runólfur bendir á að könnun sú er Olís notast við í auglýsingum hafi verið tekin áður en fyrstu fregnir bárust af samráði olíufélaganna og segist ekki í vafa um að staðan sé allt önnur í dag. "Svona vinnubrögð eru vafasöm þar sem almenningur gerir sér ekki grein fyrir að könnunin fór fram í júlí og október í fyrra og þess utan eru aðeins um 25 fyrirtæki sem taka þátt í henni. Að mínu viti er verið að slá ryki í augu neytenda enda staðan eflaust önnur í dag."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×