Heimavöllurinn mun reynast drjúgur 18. mars 2005 00:01 Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira