Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót 18. mars 2005 00:01 "Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira
"Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira