Mun þenslan bera okkur ofurliði? Hafliði Helgason skrifar 20. mars 2005 00:01 Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun