Bobby Fischer sleppt í kvöld 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira