Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli 24. mars 2005 00:01 Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira