Sagði að hengja ætti ráðamenn 24. mars 2005 00:01 Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira