Af hverju þessi áhugi á Fischer? 25. mars 2005 00:01 Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira