Stýrði ekki atburðarásinni 25. mars 2005 00:01 Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira
Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira