Skreytt og sérstakt steingólf 28. mars 2005 00:01 "Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi. Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
"Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi.
Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira