Hættulegur inflúensufaraldur 29. mars 2005 00:01 Fuglaflensa hefur nú geisað í Asíu um nokkurt skeið og hefur hún í nokkrum tilfellum borist í menn sem hafa neytt fuglanna, en hún smitast ekki manna á milli. Hins vegar er sú hætta fyrir hendi að veiran H5N1, sem veldur flensunni í fuglum, berist í menn sem bera inflúensuveiru fyrir og þær blandist saman og til verði ný inflúensuveira sem auðveldlega getur smitast manna á milli. Smitleiðin væri í gegnum öndunarfærin og myndi því breiðast hratt út, fólk veikjast mikið og í einhverjum tilfellum deyja, en engin bóluefni eru til við þessari stökkbreyttu veiru. Þessum hugsanlega faraldri hefur verið líkt við spænsku veikina sem geisaði 1918, en þar var einmitt um að ræða nýja tegund af inflúensuveiru sem breiddist hratt út á fjórum til sex mánuðum. Landlæknisembættið telur ekki ástæðu fyrir almenning að óttast hugsanlegan faraldur enn sem komið er, en telur mikilvægt að fólk sé vel vakandi fyrir möguleikanum. Sóttvarnalæknir er vakandi fyrir yfirvofandi hættu og hafa ráðstafanir verið gerðar til bregðast við henni. Gott samstarf er á milli sóttvarnalækna um allan heim og yrði fólk varað við um leið og tilfelli kæmi upp ásamt tilmælum um hvernig fólk eigi að haga sér til að forðast smit. Ef þessi tegund að inflúensu yrði að veruleika er mikilvægt fyrir almenning að gera sér grein fyrir hættunni og fylgja fyrirmælum til hins ýtrasta til að aftra útbreiðslu flensunnar. Ekkert er hægt að segja til um hverjar líkurnar séu á að þetta verði að veruleika, það eina sem við vitum er að þetta er raunhæfur möguleiki. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er hægt að leita frekari svara við fuglaflensunni en á ensku kallast hún "avian influenza" og er slóðin: www.who.int. Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fuglaflensa hefur nú geisað í Asíu um nokkurt skeið og hefur hún í nokkrum tilfellum borist í menn sem hafa neytt fuglanna, en hún smitast ekki manna á milli. Hins vegar er sú hætta fyrir hendi að veiran H5N1, sem veldur flensunni í fuglum, berist í menn sem bera inflúensuveiru fyrir og þær blandist saman og til verði ný inflúensuveira sem auðveldlega getur smitast manna á milli. Smitleiðin væri í gegnum öndunarfærin og myndi því breiðast hratt út, fólk veikjast mikið og í einhverjum tilfellum deyja, en engin bóluefni eru til við þessari stökkbreyttu veiru. Þessum hugsanlega faraldri hefur verið líkt við spænsku veikina sem geisaði 1918, en þar var einmitt um að ræða nýja tegund af inflúensuveiru sem breiddist hratt út á fjórum til sex mánuðum. Landlæknisembættið telur ekki ástæðu fyrir almenning að óttast hugsanlegan faraldur enn sem komið er, en telur mikilvægt að fólk sé vel vakandi fyrir möguleikanum. Sóttvarnalæknir er vakandi fyrir yfirvofandi hættu og hafa ráðstafanir verið gerðar til bregðast við henni. Gott samstarf er á milli sóttvarnalækna um allan heim og yrði fólk varað við um leið og tilfelli kæmi upp ásamt tilmælum um hvernig fólk eigi að haga sér til að forðast smit. Ef þessi tegund að inflúensu yrði að veruleika er mikilvægt fyrir almenning að gera sér grein fyrir hættunni og fylgja fyrirmælum til hins ýtrasta til að aftra útbreiðslu flensunnar. Ekkert er hægt að segja til um hverjar líkurnar séu á að þetta verði að veruleika, það eina sem við vitum er að þetta er raunhæfur möguleiki. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er hægt að leita frekari svara við fuglaflensunni en á ensku kallast hún "avian influenza" og er slóðin: www.who.int.
Heilsa Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira