Vilja vita ef Fischer fer úr landi 30. mars 2005 00:01 Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent