Viðskipti innlent

Somerfield opnar bókhald sitt

Líklegt þykir að stjórn bresku verslunarkeðjunnar Somerfield ákveði á fundi sínum í dag að opna bókhald sitt fyrir þremur tilboðsgjöfum sem hafa hug á því að kaupa fyrirtækið. Baugur Group hefur tilkynnt stjórn Somerfield að fyrirtækið vilji kaupa verslunarkeðjuna og hyggist leika leikinn til enda. Aðrir líklegir tilboðsgjafar í verslunarkeðjuna eru írönsku Tchenguiz-bræðurnir og bresku bræðurnir Ian og Richard Livingstone. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs Group í Bretlandi, sagði í samtali við fréttastofuna að búist væri við að stjórn Somerfield myndi senda frá sér tilkynningu um málið í dag, en það gæti þó dregist. Somerfield er fimmta stærsta verslunarkeðja Bretlands og rekur um 1300 verslanir í Bretlandi. Baugur er þriðji stærsti hluthafi í verslunarkeðjunni með um 5% hlut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×