Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar einnig

Landsbankinn mun hækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig á morgun, 1. apríl.  Ákvörðun um vaxtahækkun er tekin í kjölfar 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem tilkynnt var á dögunum.  Eftir breytinguna verða óverðtryggðir kjörvextir skuldabréfa hjá Landsbanka 10,70%  og óverðtryggðir innlánsvextir Kjörbókar og Vaxtareiknings  5,20% til 7,65%. Landsbankinn hækkar einnig vexti á innlendum gjaldeyrisreikningum í USD um 0,25 prósentustig. Fyrr í dag tilkynnti KB banki um hækkun vaxta óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 1. apríl. Með hækkun útlána hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 10,95% í 11,20%. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,35 prósentustig, þó mismunandi eftir innlánsformum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×