Samskip sækir inn í Rússland 31. mars 2005 00:01 Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn. Eystrasaltsskrifstofurnar, sem staðsettar eru í Tallin, Ríga og Klaipeda, styrkja enn frekar stöðugt vaxandi gámaflutninganet Samskipa erlendis og felst þjónustan fyrst og fremst í umfangsmikilli flutningastarfsemi á sjó, landi og í lofti, þar sem sinnt er jöfnum höndum alhliða flutningamiðlun og gáma-, frysti- og stórflutningum. „Við ætlum að styrkja stöðu okkar á þessum mörkuðum með því að koma betur á framfæri þeim skraddarasaumuðu heildarlausnum á öllum sviðum flutninga sem Samskip bjóða upp á. Þar gegna nýju skrifstofurnar mikilvægu hlutverki,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Samskipum erlendis en Eystrasaltsskrifstofurnar heyra undir höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam. Náið samstarf verður við skrifstofur félagsins í Rússlandi og Úkraínu til að ná fram sem mestri hagkvæmni. „Þungamiðja flutningastarfsemi í Evrópu er að færast austar og hér höfum við sterka stöðu, hvort sem um er að ræða flutningsmiðlun áfram austur á bóginn með skipum, lestum eða flutningabílum,“ segir Björn. Einnig hafa Samskip tekið að sér að vera umboðsaðili japanska skipafélagsins Mitsui O.S.K. Lines í Eystrasaltslöndunum þremur en félagið hefur verið umboðsaðili Mitsui í Rússlandi frá árinu 2001. „Með auknu samstarfi við Mitsui og tilkomu nýju Eystrasaltsskrifstofanna erum við mun betur í stakk búin til að sinna stöðugt vaxandi flutningum austur á bóginn til Rússlands og áfram til fyrrum Sovétlýðvelda, sem og fleiri áfangastaða í Mið-Asíu,“ segir Björn. Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn. Eystrasaltsskrifstofurnar, sem staðsettar eru í Tallin, Ríga og Klaipeda, styrkja enn frekar stöðugt vaxandi gámaflutninganet Samskipa erlendis og felst þjónustan fyrst og fremst í umfangsmikilli flutningastarfsemi á sjó, landi og í lofti, þar sem sinnt er jöfnum höndum alhliða flutningamiðlun og gáma-, frysti- og stórflutningum. „Við ætlum að styrkja stöðu okkar á þessum mörkuðum með því að koma betur á framfæri þeim skraddarasaumuðu heildarlausnum á öllum sviðum flutninga sem Samskip bjóða upp á. Þar gegna nýju skrifstofurnar mikilvægu hlutverki,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Samskipum erlendis en Eystrasaltsskrifstofurnar heyra undir höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam. Náið samstarf verður við skrifstofur félagsins í Rússlandi og Úkraínu til að ná fram sem mestri hagkvæmni. „Þungamiðja flutningastarfsemi í Evrópu er að færast austar og hér höfum við sterka stöðu, hvort sem um er að ræða flutningsmiðlun áfram austur á bóginn með skipum, lestum eða flutningabílum,“ segir Björn. Einnig hafa Samskip tekið að sér að vera umboðsaðili japanska skipafélagsins Mitsui O.S.K. Lines í Eystrasaltslöndunum þremur en félagið hefur verið umboðsaðili Mitsui í Rússlandi frá árinu 2001. „Með auknu samstarfi við Mitsui og tilkomu nýju Eystrasaltsskrifstofanna erum við mun betur í stakk búin til að sinna stöðugt vaxandi flutningum austur á bóginn til Rússlands og áfram til fyrrum Sovétlýðvelda, sem og fleiri áfangastaða í Mið-Asíu,“ segir Björn.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira